sunnudagur, 23. mars 2014

Regnbogakaka í kittkatt fíling

Stelpan mín 12 ára vildi fá kittkatt köku en þar sem hún er að slíta síðasta parinu af barnaskónum sínum vildi hún kveðja krakkaárin með prinsessuþema ;)

340 gr sykur
170gr smjör við stofuhita
350 gr hveiti 
3 tsk lyftiduft
5 tsk maldon salt, 
4 stk egg
3 dl mjólk

1. Hitið ofnin í 180 og smyrjið tvö hringlaga eldföst mót að innan ca 22 cm að stærð. Klippið út smjörpappír og setjið í formið svo auðvelt verði að ná hverjum botni úr forminu. Best er að nota smelluform.

2. Hrærið smjörið þar til að það er létt og ljóst , bætið við sykrinum smátt og smátt saman við og hrærið í 2 mín.

3. Bætið við eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli, bætið svo vanilludropum saman við.

4. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál og blandið saman við deigið smátt og smátt til skiptis með mjólkinni.

5. Vigtið deigið í heild sinni og skiptið svo í 4 skálar. Setið matarlit saman við skálarnar og blandið saman þangað til að þið hafið náð þeim lit sem þið ætlið að hafa á kökunni.  Mér finnst best að nota gel liti, ekki eins mikið aukabragð af þeim.


Bakið í 10-15 mín eða þar til að hægt sé að stinga pinna í og hann komi hreinn út. 


laugardagur, 22. mars 2014

Brauðhleifur


Image


Prufaði þennan hleif og var svona rosalega ánægð :)
Brauðhleifur
4 dl spelt (1 fínt og 3 gróft)
2 dl íslenskt byggmjöl
1 dl haframjöl (ég kaupi glútenlaust)
1 dl kókosmjöl
1 msk. vínsteinslyftiduft*
1 tsk. sjávarsalt
2 dl lífræn hrein (grísk) jógúrt
1½ dl heitt vatn
  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Blandið saman þurrefnunum og svo blautu
    efnunum.
  3. Ekki hræra of mikið eða of lengi svo
    deigið verði ekki seigt.
  4. Setjið deigið á bökunarpappír á
    bökunarplötu og bakið í um 25-30 mín eða þangað til hleifurinn er orðinn
    gullinn og fallegur
Til að athuga hvort brauð (kökur) sé tilbúið, getið þið stungið í það prjóni, og ef hann kemur hreinn upp úr er brauðið bakað í gegn.
Þið getið endilega bætt við 1-2 dl af fræjum í þessa uppskrift, bætið þá
bara við vökva ef ykkur finnst þurfa.
Vínsteinslyftiduft: Er lyftiduft sem má nota í allan bakstur
eins og annað lyftiduft. Vínsteinslyftiduft er unnið úr svokölluðum vínsteini
sem er hvíta duftið/saltið sem verður eftir innan á víntunnum þegar
vínberjasafinn hefur gerjast í þeim. Svo er því blandað við maíssterkju og
natrium carbonat til að gefa góða lyftiduftsblöndu. Þumalfingursreglan er 1 tsk
vínsteinslyftiduft fyrir hver 100g af mjöli.
tekið af síðunni hennar Ebbu á Rúv.